Líttu við 

Alltaf gaman að fá sér ís :)

SAGA VALDÍSAR

Ísbúðin Valdís opnaði 1. júní árið 2013, eigendur eru Gylfi Thor Valdimarsson og Anna Svava Knútsdóttir. Upprunalega hugmyndin var að opna ísbúð þar sem hægt væri að fylgjast með framleiðslu íssins. Mikið var hugsað hvar íbúðin ætti að opna og rúntuðu Gylfi og Anna Svava hring eftir hring í kringum höfuðborgarsvæðið í leit að húsnæði sem myndi henta hugmyndinni sem þau höfðu í maganum. Eftir mikla leit fundu þau Grandagarð 21 þar sem búðin heldur starfsemi sína. Húsnæðið hefur mikinn sjarma vegna sögu þess. Þessi húsaröð var byggð á árunum 1945-1955 og var ætluð fyrir verbúðir fyrir sjómenn. Húsin eru friðuð svo tilvalið er að glæða húsin nýju lífi svo þau haldi þeim sjarma sem þau hafa.

 

Í bjartsýniskasti opnuðu Gylfi og Anna Svava búðina með 5 starfsmenn en mánuði seinna voru starfsmennirnir orðnir 36 til þess að anna eftirspurn.   Þegar Valdís var opnuð þá var byrjað að gera ísinn eins og ítalinn vill hafa hann, bara mjög venjulegar ístegundir en það fattaðist fljótt að ekki er sami smekkur fyrir ís hjá íslendingum og ítölum. Þá tók Valdís upp á því að vinna ísinn með viðskiptavinum. Spurja þá hvað þeir vildu sjá í ísborðinu. Skemmtilegt er að nefna að vinsælustu ístegundirnar eru einmitt þær tegundir sem viðskiptavinir mældu með, til að mynda Tyrkisk peber og salthnetu og karamellu.


Tegundir sem hafa verið prófaðar eru komnar í yfir 400 talsins og nýjar tegundir enn að skjóta upp kollinum. Skemmtilegar og öðruvísi tegundir sem við höfum prófað eru til dæmis bjór-ís, rúgbrauðs-ís, lavender-ís, beikon-ís og karrý-ís með kókos og chilli. Þess má geta að þessar tegundir eru ekki til á hverjum degi en alltaf er hægt að panta ís að eigin vali í 5L box.

 

Yfirleitt er til gott úrval af sorbetum sem eru vegan. Mest er notast við ávaxta-sorbeta, því sú er reynslan að viðskiptavinum okkar þyki það best. Annað slagið er þá brotið upp úr því hefðbunda og prufað sig áfram með kókos- eða möndlumjólk. Þá er reynt að gera til dæmis oreo, kókos eða súkkulaði veganís.

 

Þróun Valdísar í gegnum árin:

  • Þann 1. júní árið 2013 opnar Valdís á Grandagarði 21.
  • Í janúar árið 2015 tók Valdís að sér fyrstu veisluþjónustuna með ísvagn. Þá fékk Gylfi lánaðan ísvagn og í framhaldinu keypti hann ísvagn – nú eru þeir orðnir 3.
  • Í lok ársins 2015 voru keyptar inn litlar fyrstikistur sem henta vel til útláns í smærri viðburði, hægt er að fá ískistur fyrir 45 eða 65 manns, þá fylgir allt með sem þarf til að fá sér ís – nema starfsmaður. Náð er í kisturnar á Grandagarð 21.
  • Þann 11. ágúst árið 2017 gekk Valdís í samstarf með Emmessís, sem virkar þannig að Emmessís framleiðir ís undir uppskrift Valdísar sem seldur er í allar helstu matvörubúðir.
  • Í júní árið 2018 er stefnt að því að opna annað útibú Valdísar á Laugarvegi 42 – Frakkarstígsmegin.  

 

 

 

ÚTIBÚ

Grandagaður 21 

Öll veisluþjónusta fer fram á Grandagarði 21. 

Við erum hér...

Map Data
Map data ©2018 Google
Map DataMap data ©2018 Google
Map data ©2018 Google
Map
Satellite
20 m 

Valdís laugavegi 42

Frakkarstígsmegin. 

 

Við erum hér...

Map Data
Map data ©2018 Google
Map DataMap data ©2018 Google
Map data ©2018 Google
Map
Satellite
20 m 

Samstarfsaðilar

Ef þú hefur vöru sem þig langar að prófa hvort komi vel út í ís hjá okkur, endilega hafðu samband á valdis@valdis.is og við skoðum hvort við getum ekki gert eitthvað skemmtilegt saman. 

Dæmi um samstarf sem við höfum verið í er bjórís með Vífilfelli og Bryggjunni Brugghúsi, hnetusmjörsísar frá pip&nut, ritter sport ís í samstarfi við Karl K Karlsson.

 

 

Fyrir fjölmiðla


Saga fyrirtækisins er í grófum dráttum í flokknum “Saga Valdísar”, myndir er hægt að nálgast á heimasíðu,facebook-síðu oginstagram-síðuValdísar. Myndirnar má nota í góðri trú um að þær verði ekki notaðar á einhvern hátt gegn fyrirtækinu, eigendum eða starfsmönnum þess.

 

Frekari upplýsingar er hægt að fá í gegnum tölvupóstfangið –valdis@valdis.is ☺