Jafnréttisstefna Ísbúðarinnar Valdísar
Eitt af markmiðum Valdísar er jafnrétti á vinnustað og að sjá til þess að allir hafi jöfn tækifæri. Við líðum ekki misrétti, td. vegna kyns, litarhafts, kynferðis, trúar, þjóðernis eða stjórnmála skoðunar.
-
Valdís er vinnustaður þar sem konur og karlar fá jöfn tækifæri.
-
Með jafnlaunastaðfestingu hefur verið staðfest að Valdís greiðir sömu laun óháð kyni fyrir sömu eða sambærileg störf.
-
Hjá Valdísi geta starfsmenn haft jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
-
Hjá Valdísi hafa allir jöfn tækifæri til að þróast í starfi.
Launajafnrétti
Jafnlaunastefna Ísbúðarinnar Valdísar:
Jafnlaunastefna Valdísar er hluti af starfsmannastefnu fyrirtækisins. Markmið hennar er að tryggja að allir starfsmenn búi við sömu tækifæri og séu metin á eigin forsendum óháð kyni. Jafnlaunastefnan tekur mið af því:
-
Að laun séu greidd samkvæmt kjarasamningum VR og Matvís sem byggir m.a. á menntun, þekkingu, reynslu og ábyrgð í starfi.
-
Sambærileg laun séu greidd fyrir jafn verðmæt störf samkvæmt launastefnu fyrirtækisins.
-
Fyrirtækið fari að öllum lagalegum kröfum og reglum er varða launakjör og jafnrétti starfsmanna.
-
Að hún sé bæði kynnt og ávallt sýnileg öllum starfsmönnum fyrirtækisins.
-
Jafnlaunastefna fyrirtækisins er endurskoðuð reglulega.
Innleitt verður jafnlaunakerfi með því að öðlast jafnlaunastaðfestingu. Gerð verður launagreining og reglulegt stöðumat.
Eigendur fyrirtækisins bera ábyrgð á að fylgja eftir jafnlaunastefnu þessari. Jafnlaunastefnan verður aðgengileg almenningi á ytri vef fyrirtækisins.
Verslunarstjóri ber ábyrgð á að kynna jafnlaunastefnu fyrir öllum starfsmönnum, með aðstoð eiganda ef við á.