Jafnréttisstefna 

Jafnréttisstefna Ísbúðarinnar Valdísar

 

Eitt af markmiðum Valdísar er jafnrétti á vinnustað og að sjá til þess að allir hafi jöfn tækifæri. Við líðum ekki misrétti, td. vegna kyns, litarhafts, kynferðis, trúar, þjóðernis eða stjórnmála skoðunar. 

  1. Valdís er vinnustaður þar sem konur og karlar fá jöfn tækifæri.

  2. Með jafnlaunastaðfestingu hefur verið  staðfest að Valdís greiðir sömu laun óháð kyni fyrir sömu eða sambærileg störf. 

  3. Hjá Valdísi geta starfsmenn haft jafnvægi milli vinnu og einkalífs. 
  4. Hjá Valdísi hafa allir jöfn tækifæri til að þróast í starfi. 

 

Launajafnrétti 

 

Jafnlaunastefna Ísbúðarinnar Valdísar:

Jafnlaunastefna Valdísar er hluti af starfsmannastefnu fyrirtækisins. Markmið hennar er að tryggja að allir starfsmenn búi við sömu tækifæri og séu metin á eigin forsendum óháð kyni. Jafnlaunastefnan tekur mið af því:
 
  • Að laun séu greidd samkvæmt kjarasamningum VR og Matvís sem byggir m.a. á menntun, þekkingu, reynslu og ábyrgð í starfi.
  • Sambærileg laun séu greidd fyrir jafn verðmæt störf samkvæmt launastefnu fyrirtækisins.
  • Fyrirtækið fari að öllum lagalegum kröfum og reglum er varða launakjör og jafnrétti starfsmanna.
  • Að hún sé bæði kynnt og ávallt sýnileg öllum starfsmönnum fyrirtækisins.
  • Jafnlaunastefna fyrirtækisins er endurskoðuð reglulega.

 

Innleitt verður jafnlaunakerfi með því að öðlast jafnlaunastaðfestingu. Gerð verður launagreining og reglulegt stöðumat. 
Eigendur fyrirtækisins bera ábyrgð á að fylgja eftir jafnlaunastefnu þessari. Jafnlaunastefnan verður aðgengileg almenningi á ytri vef fyrirtækisins. 
 
Verslunarstjóri ber ábyrgð á að kynna jafnlaunastefnu fyrir öllum starfsmönnum, með aðstoð eiganda ef við á.

 

 

 

 

ÚTIBÚ

Grandagaður 21 

Öll veisluþjónusta fer fram á Grandagarði 21. 

Við erum hér...

Valdís laugavegi 42

Frakkarstígsmegin. 

 

Við erum hér...

Samstarfsaðilar

Ef þú hefur vöru sem þig langar að prófa hvort komi vel út í ís hjá okkur, endilega hafðu samband á valdis@valdis.is og við skoðum hvort við getum ekki gert eitthvað skemmtilegt saman. 

Dæmi um samstarf sem við höfum verið í er bjórís með Vífilfelli og Bryggjunni Brugghúsi, hnetusmjörsísar frá pip&nut, ritter sport ís í samstarfi við Karl K Karlsson.

 

 

Fyrir fjölmiðla


Saga fyrirtækisins er í grófum dráttum í flokknum “Saga Valdísar”, myndir er hægt að nálgast á heimasíðu,facebook-síðu oginstagram-síðuValdísar. Myndirnar má nota í góðri trú um að þær verði ekki notaðar á einhvern hátt gegn fyrirtækinu, eigendum eða starfsmönnum þess.

 

Frekari upplýsingar er hægt að fá í gegnum tölvupóstfangið –valdis@valdis.is ☺