Menu
A+ A A-

Þú getur fengið Valdísi til þín í veislur og atburði á borð við brúðkaup, afmæli, árshátíðir, vinnustaðagleði eða önnur mannamót þar sem tilvalið er að gæða sér á ís. Þú velur þær fjórar til sex bragðtegundir sem þú vilt bjóða upp á og Valdís sér um að allir fái sitt í nýbakaðri vöfflu eða pappamáli eftir hentugleika.

Verð m.v. 120 gesti, 2 kúlur á mann í vöfflu eða boxi, er 107.000 kr.

Verð m.v. 300 gesti eða fleiri, 1 kúla á mann í boxi, er 155.000 kr.

Verðið breytist í samræmi við fjölda séu gestir fleiri en hér er tekið fram.

Fyrir frekari upplýsingar og pantanir má hafa samband alla virka daga til kl. 18 símleiðis eða í tölvupósti.

Vei! Ísvagnar!!!

Ísvagnarnir mínir voru fluttir yfir sjó frá Ítalíu, þeim finnst skemmtilegast að fá að standa með mörgum framandi tegundum af ítölskum gelato/sorbet ís og sjá lifna yfir andlitum bæði yngri og eldri ísunnenda. Brosandi starfsmenn fylgja fast á eftir ísvögnunum, tilbúnir að kúla ís fyrir þá sem vilja. Ísvagnarnir mínir eru í boði fyrir alla viðburði sem eru settir upp fyrir 120 manns eða fleiri t.d. brúðkaup, fermingarveislur, útskriftarveislur, árshátíðir, starfsmannafögnuði og allskyns skemmtanir.

Ég á tvær stærðir af ísvögnum.  Stóri ísvagninn minn er oft á ferð og flugi og þá eru minni ísvagnarnir mínir sendir á staðinn. Sá sem sér um pantanirnar á vögnunum hjá mér lætur þig alltaf vita hvorn vagninn þú munt fá áður en þú velur þínar tegundir í ísvagninn.

Stóri ísvagninn tekur 6 ístegundir

isvagn staerri

Minni ísvagnarnir taka 4 ístegundir

isvagn minni

Í minni atburðina (300 manns eða færri) getur þú valið hvort þú fáir vöffluform eða box með (má líka velja bæði) en í stærri atburðina er einungis hægt að fá box. Með öllum vögnunum mínum fylgja svo með nýbökuð vöfflukex.

Fara efst

Valdis info

Störf í boði

Engin störf í boði í bili.

Grandagarði 21, 

101 Reykjavík

Phone: 586 8088

@: valdis@valdis.is

Við einfaldlega elskum ís!

 

Hér erum við komdu og láttu sjá þig!

Login or Sign In